Umgerð er marglaga innsetning sem var upphaflega sett upp í Listasafni Akureyrar – Ketilhúsi. Nokkrum mánuðum seinna var hún sett upp aftur og aðlöguð rými Hafnarborgar. Áhorfendur voru hvattir til að ganga um rýmin og verða virkir þátttakendur í verkinu með því að fanga áhugaverð sjónarhorn á mynd og deila þeim í gegnum samfélagsmiðla. Myndunum var varpað aftur inn í rýmið jafnóðum og þannig gátu áhorfendur haft áhrif á framgang og þróun verksins.
Sýningartexti eftir Markús Þór Andrésson
The exhibition Framing was originally shown at Akureyri Art Museum – Ketilhús. A few months later the installation was reinstalled and adapted to Hafnarborg’s exhibition space. Visitors were encouraged to become active participants by capturing interesting viewpoints on their cameras or phones. When visitors shared their experience on social media they influenced the work´s development as the images were simultaneously projected back into the installation.