Sviðsett málverk / Staged Paintings

Sviðsett málverk er ljósmyndasería þar sem samband málverks og ljósmynda er kannað. Unnin voru málverk til þess eins að mynda þau þar sem ákveðið augnablik eða sjónarhorn í málverkunum var fest á filmu.

„Sviðsett málverk bera með með sér leik á mörkum listmiðla og endurspegla um leið það frjálsræði sem nú ríkir um tilurð og eiginleika listaverka, stað þeirra og stund. Hugsteypan tekur ekki afstöðu með einum miðli fremur en öðrum og endurspeglar þannig torlæsi samtímans á gömul gildi listmiðlanna. Verkin eru annars vegar í eðli sínu ljósmyndir þótt höfundar kalli þau málverk. Fyrirmyndir ljósmyndanna eru hins vegar málverk þótt þau séu ekki til sem slík. Verkin spyrja ýmist hver merkingarmunur þessara tveggja miðla sé eða halda því blákalt áfram að sá munur sé ekki lengur fyrir hendi. Heiti verkaraðarinnar undirstrikar loks að ekki er allt sem sýnist með vísan í þriðja listformið, leiklist. Þar er jafnframt dreginn fram eiginleiki sem alla jafna er skýrt afmarkaður í málverki og ljósmynd og greinir formin algjörlega að, en það er tíminn.“

Markús Þór Andrésson

Staged Paintings is a study on the relationship between photography and painting. Paintings, or small painted installations, were made in the studio merely with the purpose of photographing specific moments or details. The paintings were temporary and no longer exist. The photographs then became evidence of staged paintings.

Texti eftir Markús Þór Andrésson í fullri lengd
Gagnrýni Önnu Jóhannsdóttur