Föstudaginn 12. ágúst kl. 16 – 18 verður opnuð sýning Hugsteypunnar, Tengslun, kóðun og kerfismyndun í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni gefur að líta þrjár sjálfstæðar innsetningar sem Hugsteypan hefur unnið að undanfarin tvö ár. Vinnulag Hugsteypunnar ber keim af rannsóknarferli þar sem þættir eins og listasaga, sjónmenning, framsetning og túlkun verka eru settir undir smásjá. Verkin eru unnin út frá kerfum og greiningarferlum, bæði þekktum og heimatilbúnum.
Sýningin stendur frá 12. ágúst 2011 – 3. september 2011.
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur í Bókasafni Mosfellsbæjar. Sjá nánar um opnunartíma hér