Listamannatal, 2011

Við gerð verksins Listamannatal var upplýsingum um 42 íslenskar myndlistarkonur safnað saman og upplýsingarnar settar fram á myndrænan hátt. Gerðar voru línuteikningar fyrir hverja konu, þar sem fjöldi lína og litur þeirra hafa táknrænt gildi. Upplýsingarnar varða feril listakvennanna, en safnað var upplýsingum um fjölda prófgráða, fjölda barna, fjölda einkasýninga og fjölda útgefins efnis. Með því að rýna í verkið er hugsanlega hægt að bera upplýsingarnar saman og sjá samhengi milli ákveðinna þátta könnunarinnar. En þar sem línunum var ekki raðað á myndflötinn með það í huga að gera rannsóknarefninu sem greinarlegust skil, heldur með fagurfræðilega þætti í huga, þá kallast á þessir tveir þættir; vísindalegur skýrleiki og fagurfræðileg framsetning. Verkið dvelur því í mótsögninni milli vísindalegra rannsókna og fagurfræðilegrar úrvinnslu.