Kóðun, 2011

Verkið Kóðun samanstendur af 42 fánum sem gerðir eru út frá nöfnum sömu íslenskra listakvenna og verkin Saga / (His)story og Listamannatal eru byggð á. Nöfnin hafa verið dulkóðuð samkvæmt litakerfi þar sem hverjum bókstaf stafrófsins hefur verið gefinn ákveðinn litur. Litakerfið er uppfinning höfunda verksins og því erfitt fyrir áhorfendur að greina nöfn úr fánunum, nema ef til vill með því að telja fjölda bókstafa í hverju nafni og fikra sig þannig áfram. Verkið má lesa á ýmsa vegu, sem einhverskonar þraut, abstrakt myndverk eða sem táknræna viðurkenningu listakvennanna 42 til handa.