Saga er útilistaverk sem samanstendur af 42 fánum með nöfnum og fæðingardögum valdra íslenskra myndlistarkvenna frá upphafi íslenskrar listasögu fram að okkar tímum. Nöfn kvennanna eru persónulega valin af höfundum verksins sem með því vilja heiðra konurnar fyrir þeirra framlag til íslenskrar listasögu og fyrir að hafa rutt veginn sem höfundarnir sjálfir nú ganga.