Innviðir | Infrastructure, 2009

Verkið Innviðir er byggt upp af ljósmyndum af innviðum ýmissa bygginga. Myndirnar eru prentaðar á þunnt efni og strekktar á tréramma. Hver mynd er prentuð í tveimur eintökum og eru festar tvær og tvær saman þannig að þær speglast. Hver eining myndar sjálfstæðan hlut sem gefur skírskotanir í híbýli manna, ýmist hver fyrir sig sem hluti úr húsi eða saman sem lítið borgarlandslag sem hægt er að ganga á milli.