Verkið Flökt samanstendur af tveimur innsetningum sem tóku breytingum daglega, alls 18 sinnum út sýningartímabilið. Höfundar unnu til skiptis í sölunum tveimur, en gáfu hvor annarri fullt leyfi til að halda áfram með eða breyta verkum hinnar. Þannig var litið á sýninguna sem sjónræna rannsókn þar sem vaktar voru upp spurningar er varða sjónmenningu, frumleika, höfundarrétt og traust, ásamt ferli sköpunar gagnvart hinu fullkláraða verki.